Jæja, ég neyðist til þess að athuga hvort að það bjargi fjárhaginum að selja þennan magnara sem er mér verulega kær.
Um er að ræða 1971 módel af Hiwatt magnara af gerðinni DR201. Magnarinn er 200w í hreinum lampa og er svokallaður AP magnari, en hann er ætlaður bæði til nota með bassa og gítar.
Magnarinn er “Custom Built” merktur og er smíðaður á fyrstum árum Hiwatt fyrirtækisins eftir að Dave Reeves stofnaði það og bjó þá til heima hjá sér meðan konan hans Daphne Reeves hjálpaði honum við það að setja þá saman.

Þetta er magnarinn sem maður fær nánast aldrei færi á því að eignast og þegar að það færi gefst þá kostar það mann.
Magnarinn er í ótrúlegu ástandi alveg hreint og lítur frábærlega út miðað við aldur, og var hann seinast í eigu Þrastar (throsturv hér á huga) og yfirfarinn af honum.

Magnarann neyðist ég til þess að bjóða til sölu sökum fjárhagsörðuleika sem ég sé ekki fyrir endann á. En það þýðir samt ekki að ég ætli að fara að samþykkja einhver rugl tilboð.

Það þarf afar lítið að kynna þessa magnara fyrir gítarnördum þannig að þeir sem hafa áhuga á honum vita það klárlega hvers konar trylling er verið að selja.

Meðal þeirra sem hafa haldið Hiwatt merkinu á lofti eru Dave Gilmour, Pete Townsend, Queen, Slade, Led Zeppelin og svo lengi má telja.
Þessir magnarar eru sannkallaðar gersemir og halda verðgildi sínu vel.

Í magnaranum er hinn alræmdi Partridge transformer sem margir segja vera leyndardóminn á bakvið Hiwatt soundið ásamt Mullard lömpum, en mér hefur því miður ekki gefist færi á því að fjárfesta í slíkum.

Þannig ef það er einhver þarna úti sem telur sig tilbúinn til þess að veita þessum mikla magnara gott heimili og verðskuldaða notkun og umhugsun þá má hinn sami hafa samband við mig og skjóta á mig verðtilboði.

Ég hinsvegar þarf á magnara að halda í staðinn fyrir þennann þannig ég er tilbúinn til þess að skoða skipti á ódýrari magnara og fá greiðslu upp á milli. Varðandi það er ég nánast opinn fyrir öllu, hvort sem um ræðir haus eða combo.

Magnarinn er staðsettur hér á höfuðborgarsvæðinu og möguleiki er fyrir þá sem vilja að fá að prófa hann.

Hér má svo sjá myndir af magnaranum:
http://good-times.webshots.com/album/563386454IXxVvy?vhost=good-times

og má ég til að nefna það hér að lokum að einungis eru 3 af þessum gömlu Hiwöttum hér á landinu svo ég viti til.