Ég er með 150 þúsund kall sem ég er líklega á leiðinni að kaupa gítarmagnara fyrir á mánudaginn, ég ákvað samt að tékka hvort einhver hérna ætti eitthvað sem hann vildi selja sem freistaði mín ef til vill meira en þessi magnari.

Ég er forfallið hljóðfæranörd og ásælist allskonar dót, analog syntha eða rhodes píanó, eigulega lampamagnara eða flottann rafmagnsgítar en þá eingöngu gítara sem eru ekki með floyd rose drasli því ég botna ekkert í svoleiðis.

Ef þú heldur að þú eigir eitthvað sem ég gæti haft áhuga á sem þú ert tilbúinn að selja fyrir minna en 150 þús þá endilega skjóttu á mig einkapósti, ég hef samt alls ekkert að gera við fleiri effektapedala eða hljóðnema.



Bætt við 2. júlí 2009 - 23:55
Búinn að kaupa mér marshallstæðu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.