Ég hef verið að velta því fyrir mér að losa mig við multieffektinn minn (ME-50) og fá mér í staðin lítil stomp box.
Ég hef enga hugmynd um hvernig drive pedal ég á að fá mér því að það eru svo margir í boði. Mig langar í einhvern sem hefur smooth/þykkt overdrive, ekkert of mikið eins og Boss Metal Zone, er með í huga frá svipaðri bjögun og í Cocaine - Eric Clapton og ca. að Cliffs of Dover - Eric Johnson.

Hef einnig verið að velta fyrir mér boost pedal og þá aðallega MXR micro-amp en hef líka fengið ábendingar um RC og AC boost frá Xotic en hef aldrei tjekkað á þeim.

Er opinn fyrir öllum ábendingum og þær vel þegnar.