Hérna ætla ég að koma með stutta kynningu á hljómsveitinni minni We Went to Space. Við spilum einhversskonar óljósa blöndu af indie og post-rokki.

Við hófum samstarf í sömu mynd og við störfum núna síðastliðið haust. Fyrir það höfðu ég, Sindri gítarleikari og Þórir bassaleikari spilað saman í öðru bandi með öðrum trommara. Eftir að trommarinn hætti fengum við Jón (núverandi trommara) til að kíkja á æfingu og eftir hana var hann kominn í hljómsveitina.
Við tókum þátt í Músiktilraunum 2009 og það gekk ágætlega en við komumst í úrslit. Undanúrslitakvöldið er með betri giggum sem við höfum spilað á en úrslitakvöldið misheppnaðist gjörsamlega en það er önnur saga.
Við stefnum á útgáfu smáskífu í seinniparts sumars en hún mun bera nafnið ,,Life is a symphony of moments" svaka krúttó ég veit.

Ef einhver hérna hefur áhuga á því að halda tónleika einhvernstaðar og er í svipuðum pælingum og við má hann endilega hafa samband við mig þar sem við ætlum að reyna að spila sem mest útum allt í sumar.

Áhugasömum er bennt á www.myspace.com/wewenttospace. Upptökurnar þar eru orðnar mjög gamlar og við ætlum að reyna að drífa í því að skipta þeim út.

Takk kærlega fyrir mig.