Nú verður hann að fara að seljast. Þetta er Dimebag Darrel signature gítar (Pantera, Damageplan) sem ég keypti fyrir rúmlega 4 árum síðan frá music123.com. Gítarinn er í góðu lagi en ég gæti trúað því að floydið væri ekki uppá sitt besta vegna þess hve lítið ég hef sinnt honum síðustu árin. Ekkert mál að láta einhvern meistara kíkja á það.

Ástæða sölu er einfaldlega sú að ég hef ekkert við hann að gera. Er kominn útí allt aðrar tónlistarlegar pælingar en ég var í þegar ég keypti gítarinn.

Gítarinn kostaði mig ríflega 110 þúsund krónur með töskunni þegar ég keypti hann en ég er til í að láta hann fara á 70 þúsund krónur. Hann er núna á 599 dollara á music123.com en þegar ég keypti hann var hann 799 dollara.

Ég er til í að skoða skipti jafnvel líka en þá aðallega ef menn eru með Jackson Dinky eða Kelly, Charvel, Peavey V Type, Peavey Vandenburg eða Kramer (þá helst striker).

Hér er meira info um gripinn:

* Mahogany body
* Set mahogany neck
* Bound rosewood fretboard
* Dimebucker at the bridge
* Humbucker at the neck
* Floyd Rose Licensed trem
* Dimebag traction knobs

Hér er mynd af svona gítar:

http://www.themusicfarm.com/pics/dbdf_full.jpg

Tilboð í einkapóst