Jahhá,

Eins og talið er upp í titlinum þá er þetta hörkuvél. C.a. 3 ára gömul og hefur verið notuð sem vinnuhesturinn í heimastúdíóinu hjá mér með prýðilegum árangri. Ég hnaut um Mac með Intel örgjörfa á kostakjörum og er því að losa mig við þessa. Með fylgir 24" LCD Apple flatskjár sem er orðinn 5 ára gamall en svínvirkar.

Ég er ekki endilega með verðhugmynd en veit ekki til þess að sambærilegt kombó hafi farið undir hundraðkallinum.

Ég mun íhuga skipti á gripnum í staðinn fyrir áhugaverða gítarmagnara eða gítara. Á óskalistanum er hverskyns Superstrat (Þ.e.a.s. strat style gítar með humbuckerum og Floyd rose) eða þá túbu magnarahausar eins og t.d. Marshall JTM45 eða eitthvað þvíumlíkt.

Sendið á mig prívatskilaboð ef áhugi er til staðar.

Bronson
We´re gonna play a song. If it sucks it´s jazz - if it´s good, we got lucky! - Stevie Salas