Kæru hugverjar. Nú fór ég að pæla. Ég er með 10-46 strengi í vaffinum mínum en 9-42 strengi í Liberty strattinum mínum. Núna spyr ég eins og hálviti, er það bara ég eða er léttara að gera sóló á þynnri strengi?
Þar sem ég spila bara í standard E þá er nátturulega minni spenna á þynnri strengjum. Endilega segið ykkar skoðun því ég er mikið að pæla að skipta niður í þykkt 0.9 í vaffinum. En er ekki þyngra sánd í þykkri strengjum?