Jæja gott fólk, sumarið að detta á og senn fara útileigurnar(útilegurnar?) að byrja. Maður kann svona basic gripin á kassagítarinn góða og það er ekki óvinsælt að taka hann upp annað slagið hvort sem maður er á fylleri með vinum sínum eða á ættarmóti og kvelja fólkið með hræðilegum einleik og alltaf heldur maður að maður sé jafn góður, en skiptir ekki öllu. Ég var að velta fyrir mér hvort þið gætuð hent í mig ykkar uppáhalds, best heppnuðustu og skemmtilegustu útilegulögum í mig. Bæði erlent og íslenskt væri vel þegið. Síðan fer maður bara að búa til bókina fyrir komandi sumar.

Fyrirfram þakkir.