Hljómsveitin min ber heitið The Sleeping Prophets og koma lögin við í flestum kimum rokksins. Þar má nefna reggae,grunge,metall,punk,hardcore,stoner og fleira og fleira.
Sveitin þróast eiginlega með hverju lagi.

Við tókum upp 5 demó lög fyrir mánuði eða tveim, en eitthvað gengur honum félaga okkar sem tók okkur upp
langan tíma að skila af sér mixinu svo það eru bara 3 lög kominn inná myspace og rokk.is
Það gladdi okkar litlu hjörtu þegar við tókum eftir því að lagið okkar Monsters var númer 10
á topp listanum yfir heitustu lögin á rokk.is síðastliðin mánudag. HYPE HYPE HYPE. djókur.

Við höfum verið starfandi í rúma 4-5 mánuði en höfum því miður bara spilað eitt gigg. En það var
heldur ekkert amalegt gigg, bara á sjálfu Aldrei fór ég suður rokk festivalinu.
Einhver sagði við mig að það hafi verð milli 2-3þúsund manns á svæðinu meðan við spiluðum.
Hittum marga mæta menn þessa helgi og fengum meðal annars Reykjavík! til að hjálpa okkur að
finna gigg fyrir sunnan. Sem að við vonum innilega að rætist úr. (Erum ísfirskt band sem ég gleymdi að
minnast á og nenni ekki að skjóta inní einhverstaðar
ofar :)

www.myspace.com/thesleepingprophets
http://rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=7249&sida=um_flytjanda
http://www.facebook.com/home.php#/pages/The-Sleeping-Prophets/87811591424