Ég mun taka upp mína fyrstu sólóplötu í sumar, sem er áætluð á fyrstu stig ferlisins fyrri hluta maí.

Ég hef fengið ýmsa styrki, meðal annars frá tónlistarmönnum sem hafa samþykkt að gefa vinnu sína fyrir plötuna.

Þrátt fyrir það sem ég hef fengið og vonast eftir að fá, þá er það samt ákveðið að ég muni taka upp plötuna á eigin spýtur. Mig langar að spyrja ykkur á huga hvort að einhver hérna geti styrkt mig með því að gefa mér aðgang að upptökugræju á borð við Presonus Firestudio, eða Firepod…í raun eitthvað sem hefur helst átta rásir og hægt er að fá upptökurnar inn í tölvuna hverja rás fyrir sig.

Þetta yrði mjög líklega ekki langur tími, þar sem að sá styrkur sem gerir mér kleift að vinna svona mikið í þessu í sumar, rennur út í lok júlí. Ég reikna með mánuði í mesta lagi, viku í minnsta lagi, en græjan yrði þá notuð til að taka upp trommurnar.

Ég hef þegar sett upp demo útgáfu af einu rólegasta laginu á www.myspace.com/haukurhannes, ef að áhugi er til staðar.

Bætt við 17. apríl 2009 - 19:00
Ég vil bæta við að sá eða sú sem getur reddað mér svona, mun að sjálfsögðu fá þakkir á plötunni sjálfri fyrir það