Daginn. Þannig er mál með vexti að ég spilaði í gær á kassagítar, sirka 10 ára gamlan eða svo, og hann hafði ekki verið notaður í u.þ.b. ár eða svo.

Fyrir utan að halda ekki vel stillingu (sem er svosem eðlilegt, þetta er enginn gibson or some) þá á hann við það vandamál að stríða að á bæði hæsta og dýpsta strengnum failar hann á 13 bandi. Þegar ég spila þar kemur svona buzz hljóð og í staðinn fyrir f-ið sem ætti að heyrast heyrist nótan á 14 bandi, bandinu fyrir ofan (f#).

Þetta er auðvitað mjög pirrandi, og frábært væri ef einhver hafi lausn á þessu. Þar sem þetta er kassagítar er auðvitað ekki hægt að gera einhverja vafasama neck-adjustment aðgerð, en ef einhver lumar a góðum uppástungum, endilega látið mig þá vita :)