Tekið af musiktilraunir.is

Stórglæsilegu úrslitakvöldi Músíktilrauna 2009 er nú lokið og urðu úrslit þessi:

1.sæti : Bróðir Svartúlfs
2.sæti : Ljósvaki
3.sæti : The Vintage

Einstaklingsverðlaun hlutu eftirfarandi:

Gítarleikari Músíktilrauna 2009 - Óskar Logi Ágústsson í The Vintage
Bassaleikari Músíktilrauna 2009 - Jón Atli Magnússon í Bróðir Svartúlfs
Trommuleikari Músíktilrauna 2009 - Bergur Einar Dagbjartsson í Flawless Error
Söngvari Músíktilrauna 2009 - Almar Freyr Fannarsson í Earendel
Forritari Músíktilrauna 2009 - Leifur Eiríksson Ljósvaki
Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku - Arnar Freyr Frostason í Bróðir Svartúlfs

Áhorfendur og þjóðin kusu síðan Blanco sem Hljómsveit Fólksins.

Við óskum öllum þessum vinningshöfum innilega til hamingju um leið og við viljum þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir samveruna.

Ég er ósáttur með mikið af verðlaununum. Trommuleikarinn í Flawless Error var fínn mið við að hann var 12 ára en ég hef alltaf haldið að verðlaunin eru veitt óháð aldri. Mér fannst vera betri hljómborðsleikarar/forritarar en Ljósvaki og líka bassaleikarar.
Flest böndin voru jafngóð og ég hef séð eða átti von á en mér fannst Ljósvaki standa sig betur en áður(Get together er mjög gott lag) og Artika voru ekki eins góðir og á undankvöldinu.
Síðan fynnst mér hljómsveit fólksins vera fáranlegustu verðlaunin. Maður bara biður bara ættingja, vini, skólafélaga og fleiri að kjósa þá sem hljómsveit fólksins(og maður þarf ekki einu sinni að vera þarna því þetta er símakosning)og þá er maður gulltryggður sem hljómsveit fólksins, fannst Blanco ekki vera góðir, og ýlfrið var fáranlegt.
Þeir sem unnu verðlaunin fyrir textagerð, gítarleik og söngvari músiktilrauna áttu það vel skilið.

Til hamingju Bróðir Svartúlfs, þið áttuð þetta vel skilið.

Hvernig fannst ykkur úrslitin?

Bætt við 4. apríl 2009 - 23:30
Vil líka bæta við að mér fannst hljóðið ekki vera gott. Ég talaði aðeins við Kela í Agent Fresco um það og hann sagði að það var betra hljóð í fyrra því að það var teppi á gólfinu, ég reyndar veit það ekki því ég var ekki í fyrra.