Sæl fjölskylda.

Í tilefni Blúshátíðarinnar verður haldin hljóðfærasýning, í kjallaranum, í verslun Sævars Karls, Bankastræti.
Á sýningunni verður allt morandi í eðal, sjaldgæfum, sögulegum og dýrmætum hljóðfærum (um 20 stk).

T.d. verður 54 Stratocaster, í eigu Gumma Pé, eldgamall Gibson SG , Hvíti Stratinn minn, sem Gunnar Örn smíðaði (ásamt 2 öðrum úr smiðju hans), Svartur Gretch Falcon (sá eini á landinu) ofl ofl í þessum dúr.

Það ætti ekki að vera erfitt að finna staðinn, þar sem 4 metra blár Telecaster verður í glugganum:)

Einnig verður lítið svið á staðnum, þar sem flottir blúsarar taka í græjurnar:)

Svo verður líklegast fullt af götuspilörum hér og þar um Bankastræti og víðar.

Sýningin byrjar formlega kl 15, en það verður e-ð fjör byrjað þarna í kring eitthvað fyrr.


Tökum höndum saman, við græjunördar og fjölmennum á fyrstu ALVÖRU HLJÓÐFÆRASÝNINGUNA sem haldin hefur verið hér á fróni.



ps: sýningin verður opin í heila viku.

kv Gunni Waage



Bætt við 3. apríl 2009 - 19:16
http://www.blues.is/dagskra2009.htm
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~