Það er búið að ákveða þau bönd sem munu keppa í úrslitunum en komust ekki í þau þegar þau voru að keppa.
Það átti í minnsta lagi að vera 2 en það var ákveðið 3.
Þau eru:
Melkorka
Captain Fufanu
We Went To Space


Mér finnst Melkorka eiga þetta vel skilið og sömuleiðis We Went to Space en ekki Captain Fufanu.
Hér fyrir neðan er álitin mín á Melkorka og Captain Fufanu þegar þau voru að spila, en ég var niðri þegar We went to space var að spila:

Melkorka:Mér fannst byrjunin á fyrra laginu vera smá fölsk en mér fannst allt hitt vera mjög gott, sérstaklega síðara lagið. Söngvarinn og bassaleikarinn voru mjög góðir. Finnst líklegt að þeir vinna verðlaunin fyrir textagerð á íslensku.

Captain Fufanu:Þegar þeir voru að spila fór félagi minn að sofa. Ég get stundum hlustað á elektróniska tónlist en mér fannst þetta vera hundleiðinlegt, langdregið og allt of mikið af fáranlegum hljóðum. Annar gaurinn var líka að dansa mjög hallærislega.