Jæja, það er komið að því að ég verð að henda þessum gæðagrip upp til sölu. Um er s.s. að ræða afar sjaldgæfan pedal sem hætti í framleiðslu um 96. En þetta er Korg G4 Rotary Speaker Simulator og er einn svaðalegasti leslie sim sem sést hefur. Eftirsóknin eftir þessum pedulum er orðin svo mikil að ég hef séð þá þjóta uppí 700$ á ebay.

Meðal frægra notenda eru meðal annars John Mayer, Charlie Hunter, Gov't Mule og Smashing Pumpkins. Þetta er tæki sem ekki gefst oft færi á því að ná tökum á og því án efa á ég eftir að sjá eftir þessari græju en hún þarf því miður að fara sökum fjárhagsörðuleika.

Hér má svo finna upplýsingar og umsagnir um græjuna.

Umsagnir
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Effects/product/Korg/G4+Rotary+Speaker+Simulator/10/1

ProGuitarShop umfjöllunin og hljóðkynning
http://www.youtube.com/watch?v=19rcMhNB4ag

http://www.superpage.com/riffs/desc_korg.html

http://www.soundonsound.com/sos/1994_articles/sep94/korgg4.html


Ég sét á græjuna 40þ.kr. sem ég tel mjög sanngjarnt miðað við ástand græjunnar. Engin skipti koma til greina.