Hérna er böndin sem munu keppa í dag og tónlistarstefnan samkvæmt lýsingunni eða myspace.

Chronolium: Metal af gamla skólanum sem blandast við mikil áhrif frá nýrri hljómsveitum

Melkorka: Spilar einungis þá tónlist er bítur á krókinn

Negatrivia: Melódískt en krefjandi Rokk

Artika: Rock/Emo/Punk

Betrothi: Rock

Ljósvaki: Elektrónísk tónlist

Earendel: Metal

St.Peter the Leader: Fjölbreitt tónlist sem undafarið hefur fest betri stefnu

Anti-Feministar: Alternative/Pop Punk/Punk

Antares: Metalcore í bland with Melodic Deathmetal

Sound of Seclusion: Progmetal með áhrifum úr harðkjarna, dauðarokki, djassi rokki

Hverjir haldið þið að komist áfram?

Bætt við 29. mars 2009 - 00:03
Hérna eru mín álit og þar sem ég sá öll böndin get ég líka ákveðið í hvaða sæti þau voru IMO.

Chronolium: Ég kom of seint þannig að ég missti af fyrra laginu þeirra. Er reyndar hlutlaus um bandið þó hugmyndin var góð.
Bassaleikarinn var í flottum búning.
Sæti: 6

Melkorka: Mér fannst byrjunin á fyrra laginu vera smá fölsk en mér fannst allt hitt vera mjög gott, sérstaklega síðara lagið. Söngvarinn og bassaleikarinn voru mjög góðir. Hefðu þeir komist áfram hefðu þeir áreiðanlega unnið verðlaunin fyrir textagerð á íslensku.
Sæti: 1

Negatrivia: Einhvernveginn átti ég ekki von á því að 3 meðlimur úr Atrúm mundu spila mikið svona tónlist saman. Ragnar var þéttur og góður á trommunum(eins og bandið var) og átti verulega flott snerilhljóð þó það var í fyrra laginu mikið vandamál með hann og kickerinn.
Sæti: 5

Artika: Kröftugt en ekki minn kaffibolli. Lélegt bassahljóð í sumum hlutum(út af magnaranum held ég)
Sæti: 8


Betrothi: Var einhverjum öðrum sem fannst fáranlegt að þessir krakkar voru saman í bandi? Bassaleikarinn og söngvarinn voru svona höfði stærri en allir hinir og söngvarinn 4 árum eldri en þeir yngstu. Í fyrra laginu heyrðist ekkert í gíturunum. Mér fannst þetta frekar leiðinlegt og ekki mjög þétt.
Sæti: 11

Ljósvaki: Áreiðanlega eini keppandi músiktilrauna sem hefur komist upp með það að koma með intro áður en hann byrjaði að koma með lögin. Söngvarinn söng þetta ágætlega þó allt annað var frekar slæmt.
Sæti: 9

Earendel: Shit hvað þetta var flott hjá þeim þó bassinn og hljómborð voru allt of hátt í fyrra laginu. Stórgóður kraftur og söngur. Þetta var það catchy að einn maður fór að slamma yfir þeim.
Sæti: 2

St.Peter the Leader: Mér fannst vera crappy hljóð í sneril og china, enda hlusta ég mikið á trommur í lögum því ég er trommari sjálfur(samt alls ekki bara á trommur). Mér fannst fyrra lagið einhæft en það síðara langdregið. Sólóin fannst mér ekki passa við þessa tónlist. Í heildina var þetta samt soldið gott.
Sæti: 7

Anti-Feministar: Mjög sérstakt band. En þar sem ég get einungis hlustað á sérstök bönd ef þau eru mjög góð þá var þetta ekki mjög grípandi.
Btw hræðilega ljótur netabolur sem gítarleikarinn var í.
Sæti: 10

Antares: Þetta band var kynnt sem eina stelpuband kvöldins… sem reyndist svo ekki vera. Góður kraftur og öskrið og clean söngurinn var mjög gott. Fannst trommuleikarinn tengjast bandinu illa stundum. Hann hefði mátt líka sleppa því að fara úr að ofan(2 lög nota-bene).
Síðara lagið var of langt.
Sæti: 4

Sound of Seclusion: Þó ég hafi spilað með bassaleikaranum í meira en ár með Fenjar þótti mér hann samt vera ótrúlega efnilegur og góður. Gítarleikarinn var líka mjög góður. Söngur og trommurnar gátu verið soldið betri.
Mér fannst þar auki vera smá rugl í lagi númer 2. Það var líka langt þó það fór ekki að vera langdregið.
Sæti: 3

Kvöldið var síðan fullkomnað þegar ég hitti BjartmarGudlaugs fyrir utan

Artika komst af áhorfendunum og Ljósvaki af dómnefnd.
Hvað fannst ykkur?
Og hverjir ætla að mæta á morgun eða hinn?