Deep Purple tribute tónleikar!

Fimmtudaginn 2. apríl næstkomandi verða haldnir rokktónleikar á veitingastaðnum “Classic Rock” Ármúla 5. Hljómsveitin ,,Leo’’ sem skipuð er þeim Sigursveini Þóri Árnasyni söngvara, Daníel Frey Sigurðssini trymbli, Jóni Þorsteinssyni á bassa, Sveini Þóri Geirssyni Gítarleikara og Tómasi Jónssyni á Hammondleikara mun þar leika öll helstu lög hljómsveitarinnar Deep Purple auk annara rokk-, og blús hunda.

Hljómsveitarmeðlimir eru allir nemendur í Tónlistarskóla FÍH og eru tónleikarnir afrakstur vinnu vetrarins í rokksamspili Sigurgeirs Sigmundssonar.

Meðal þess sem er á efnisskrá ,,Leo’’ eru perlur eins og “Mabie I’m a Leo”,”Highway Star”, Child in Time”, og “Lazy”.

Það er ljóst að Leo ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og eru allir rokk- og blúsunnendur hvattir til þess að koma og njóta tónlistar í hæsta gæðaflokki.

Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og er aðgangur öllum heimill og ókeypis.

Leo