Ókei, ég á og hef átt alveg hrúgu af mismunandi overdrive/distortion/fuzzpedölum og ákvað að henda saman smá umfjöllun um þá, byrjum á overdiriveunum.

T-Rex Alberta. þetta eru rándýrir andskotar, maður finnur samt alveg að þetta er gæðagræja, ég notaði minn aðallega til að hita aðeins upp sándið í Fender Telecaster sem ég átti og hann var fínn í það, ég held að þetta sé að einhverju leyti “eftirlíking” af Ibanez Tubescreamer en ég er ekki alveg viss, þegar ég keypti mér Peavey Classic 50 magnara hafði ég ekkert við þennann pedala að gera lengur þar sem sándið í overdrive rásinni á magnaranum var eiginlega alveg eins og í þessum pedala þannig að ég seldi hann.
Einkunn = 7.5

Vox Brit Boost. Lampaoverdrive frá Vox, lamparnir gerðu ekki jack shit í þessum pedala, þegar maður kveikti á honum lýsti lampinn með bláu ljósi og það var vegna þess að það var blá ljósapera á bak við lampann, ég náði aldrei neinu sambandi við þessa græju og myndi aldrei kaupa Vox lampaeffekt aftur, þetta er feik stöff.
Einkunn = 4

Biyang Overdrive. Var búinn að skrifa um hann hérna áður og er ennþá með sömu skoðun á honum, þessi er frábær í alla staði.
Einkunn = 9,5

Marshall Bluesbreaker2. Frábær boostpedali og alveg sæmilegur overdrive/distpedali, það er hægt að skipta milli þess að nota hann sem clean boost og overdrive, ég nota hann sem boost en aldrei sem overdrive, kannski er hann fínn í það líka en ég er með aðra pedala sem gera það barasta alveg nógu vel.
Einkunn = 7

DOD Overdrive. Þessi gamli guli, frábær til að buffa aðeins upp lampamagnara, notaði svona gaur í mörg ár og var alveg drullusáttur barasta.
Einkunn = 8

Ókei, distortionpedalar næst.

MXR Distortion+. eiginlega meira overdrive en distortion, fannst hann helvíti fínn sem slíkur en var með aðra sem gerðu það sama betur þannig að ég seldi hann.
Einkunn = 7

Digitech Grunge. Algjört sorp þegar ég fékk hann en ég fékk vin minn til að breyta honum fyrir mig og eftir það var hann frábær, ég týndi honum í flutningum.
Einkunn fyrir breytingu = 3. Einkunn eftir breytingu = 8.

Boss DS-1. Mun skárri en ég átti von á, þetta er samt ekki sánd sem ég nota að öllu jöfnu, of svona joe satriani eitthvað fyrir minn smekk, ætla að senda minn út og láta setja Keeley mod í hann.
Einkunn = 7

Boss DF-2 Super distortion / Feedbacker. Ég gat bara alls ekki notað þennann djöful, hann hljómaði eins og fiskifluga föst í eyranu á mér, bara svona “BZZZZZ!” hljóð einhvernveginn, samt var hann með alveg frábærann feedback möguleika sem var þannig að maður steig á pedalann og þá bjó hann til nótu út frá því sem maður var að spila og lét hana hljóma þangað til maður fór með fótinn af pedalanum, þetta var nottla gjörsamlega tilgangslaus fídus en engu að síður mjög skemmtilegur til að hræða köttinn sinn með.
Einkunn = 2,5

Digitech distortion factory. Þessi hermir eftir 7 mismunandi distortion pedölum, mér fannst hann bara of flókinn og hafði auk þess ekkert við fleiri svona pedala að gera svo ég seldi hann.
Einkunn = 6,5 (kannski meira, of flókinn fyrir mig)

Digitech Black 13. Mig langaði í pedala sem gæfi frá sér svona thrashmetalsánd og þessi gerir það alveg bigtæm, þetta er samt frekar gervilegt sánd en stundum er það samt nákvæmlega sándið sem maður er að leita að.
Einkunn = 7

Og loks Fuzzboxin..

Fender Blender. Hef átt tvo svona, annarsvegar upprunalega Fender Blenderinn og hinsvegar nýju endurútgáfuna, munurinn á þeim er að eldri gaurinn suðar meira, annars er þetta sami pedalinn.
Þetta eru frekar demónísk fuzzbox, ef maður kveikir á Blend takkanum þá myndast svona octave/ring modulation yfir 12 bandinu á gítarhálsinum og það er hægt að ná alveg hræðilegum djöfulgangi úr þessum pedala, sömuleiðis ef maður sleppir Blend takkanum og fer, öh, kurteisari leiðir í sándi þá er hægt að fara yfir í svona old school Black Sabbath sánd, mér fannst þessi pedali bara aðeins of harðneskjulegur fyrir minn smekk þannig að ég seldi hann, tvisvar.
Einkunn = 6

MXR Blue Box. Neibb, ég náði engu sambandi við þennann, hann fór frá því að hljóma eins og fuzz með smá octave effekt í það að hljóma eins og biluð nintendótölva, held meira að segja að ég hafi varað gaurinn sem keypti hann af mér við honum.
Einkunn = 5

Fender Fuzz/Wah. ókei, þetta er ekki eingöngu fuzzpedali heldur wah líka, ég fíla þessa græju þó hún sé hvorki frábært fuzz né frábært wah þá er hún helvíti fín í að gera bæði í einu, þessi græja er ekki fyrir alla, svo mikið er ljóst.
Einkunn = 8

Electro Harmonix Big Muff Pi. Rússneski Möffinn, hef átt tvo svona, annar var skriðdrekagrænn og þegar ég tók hann uppúr trékassanum sem hann var seldur í þá var hann löðrandi í smurolíu, hann hljómaði helvíti vel en ég seldi hann í einhverjum blankheitum, mörgum árum seinna keypti ég annann rússneskann möff, hann var svartur og mér fannst ekkert varið í hann, ég seldi hann nánast samdægurs.
Einkunn (gamli græni) = 8,5 (svarti) = 6,5

Biyang Fuzz. Minnir mig um margt á rússneska möffinn nema bara miklu betri, þessi býður upp á þrennskonar fuzz eða öllu heldur það er sama fuzzið en með þrjá mismunandi tónfiltera (muff/bright/warm) ég ætla að halda í þennann áfram.
Einkunn = 8.5

Aramat Mojo Fuzz. fékk þennann á Græjuperranum um daginn, fuzz með germaníumtransistorum, besta fuzzbox ever barasta, þennann sel ég aldrei.
Einkunn = 10
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.