Ég hef verið að spá í effectum undanfarið. Hvort sé betra true bypass eða buffered og afhverju sumir framleiðendur noti true bypass á meðan aðrir eru með buffered.

Til dæmis ef við tökum tvo aðila,, annar er með sex stomp með true bypass og hinn er með sex stomp með buffered bypass.

Þegar “signalið” frá gítarnum er búið að fara í gegn um sex true bypass stomp og þær snúrur sem þarf á milli s.s. 8 snúrur,, er þá ekki signalið orðið frekar veikt.?

Eins þegar “signalið” er búið að fara í gegnum 6 buffered stomp og 8 snúrur, er þá ekki signalið orðið eitthvað bjagað? en ekki veikt samt.

Gerum ráð fyrir því í þessum dæmum að snúrurnar milli effecta séu mjög stuttar en hinar tvær ca 3 metrar hvor.

Endilega commentið á þetta þið sem hafið vit á þessu,,
Gunniwaage, ég sá að þú ert með einn buffered bypass í þinni keðju, er það tilviljun eða er það meðal annars til að magna upp signalið?

Eru til box sem magna upp signalið án þess að breyta því?