Komiði sæl góðir hálsar!

Hér fáið þið tækifæri til að fjárfesta í eðalvöru frá korg framleiðandanum.

Ég er semsagt að selja eitt stykki microkorg synthesizer/vocoder. Hann er lítið sem ekkert notaður og selst ásamt öllum upprunalegum fylgihlutum og bæklingi.

Eini munurinn á þessum microkorg og nýjum er sá að ég var búinn að taka hann úr kassanu og spila tvisvar-þrisvar á hann áður en ég uppgötvaði að tæknikunnátta mín, svipað og þolinmæðin, er lítil sem engin. En ég veit að þær eru margar hendurnar þarna úti sem betur eru farnar til að handleika gripinn heldur en mínar krumlur.

Takmark mitt með þessari sölu er því það að gera heiminn að betri stað með því að koma þessum krúttlega korg í betri hendur.

Ég veit að gripurinn er að fara á rúmlega 62 þúsund í hljóðfærahúsinu/tónabúðinni og jafnframt er einhver bið eftir pöntun núna.

Að því sögðu tilkynni ég hér með verðið sem ég hyggst fara fram á, eða krónur 50 þúsund.

Áhugasama hvet ég til að hafa samband í pm hér á huga.


Takk fyrir

Bætt við 23. mars 2009 - 11:25
Vil hvetja áhugasama til að skjóta tilboðum til mín hér á huga!