Ég var á æfingu áðan og var að spila í gegnum Bassman-inn minn, svo tókum við okkur pásu, ég setti á standby og slökkti svo eftir smá. Svo þegar ég kom aftur og kveikti á magnaranum heyrðist ekkert. Það kveiknaði ljósið, og kom gló þarna að aftan (lamparnir?). Þarf bara að skipta um lampa eða haldið þið að það sé eitthvað bilað? Er betra að geyma magnarann á standby heldur en að slökkva á honum í korter? Ég er frekar nýr með lampamagnara þannig að þið verðið bara að afsaka ef ég er að spyrja heimskulega.

Já, btw. ég keypti magnarann notaðan í Rín í fyrrasumar en hef ekki mikið notað hann fyrr en seinusu 2 vikurnar, var bara of kröftugur til að nota heima. En ég veit þar af leiðandi ekki hversu gamlir lamparnir í honum eru en þeir hafa amk staðið svo til ónotaðir í honum í tæpt ár ef það breytir einhverju.

Kv. Stefán