Ég er búinn að eiga þennan pedal í um ár núna og ætla þess vegna að skrifa smá gagnrýni. Ég spila aðallega rokk og blús og hann er alveg frábær í það, sem og aðrar tónlistar stefnur.

Þetta er þriggja raddaður wah wah pedali sem hefur einnig smá boost möguleika. Síðan er takki að innan sem eykur botninn í hæl stöðunni þannig að það ætti að vera hægt að nota hann með bassa.

Fulltone Clyde Deluxe er eins og nafnið segir Deluxe útgáfa af Fulltone Clyde pedalnum.

Á pedalnum eru tveir takkar, 10 stöðu volume boost og takki til að velja milli þriggja wah radda. Eins og allir Fulltone effektar er þessi handsmíðaður og með true-bypass.

Raddirnar á pedalnum eru:

Jimi(Clyde Standard.): Byggt á gömlum Vox/Thomas Organ Clyde Signature Wah Wah frá sirka 1967. Þetta er mín uppáhaldsstilling. Þetta er mjög fallegt og mjúkt wah wah hljóð sem hentar í nánast hvað sem er, hvort sem maður notar pedalinn sem filter sweep, vælandi sóló eða fönk. Þetta er hið fullkomna wah sound til að stýla Hendrix(Augljóslega), Rjóma Clapton, Jimmy Page o.fl.

Wacked: Þessi stilling gefur mjög djúpan wah hljóm sem á að svipa til gömlu 70's Colorsound wah wah pedalanna. Mjög skemmtilegt þegar maður er að spila þyngri riff(T.d. Man In The Box m. Alice In Chains) eða til þess að spila sóló með svolítið öðruvísi wah wah hljóm.

Shaft: Þessi stilling er nefnd eftir laginu “Shaft” eftir Isaac Hayes. Þetta er einhverskonar 70's fönk stilling og verður wahið mjög bjart og þunnt. Þessi stilling stendur fyrir sínu á fönk sviðinu en ég hef ekki fundið not fyrir hana ennþá.

Það sem ég elska við þennan pedal er að karakter gítarsins skín ennþá í gegn þegar maður kveikir á honum.

Myndband

Heimasíða framleiðanda.

Hvort sem þú spilar blús, rokk, metal, grunge, fönk eða bara hvað sem er þá ættirðu að finna góða not af þessum pedal.

Það eina sem hefur eitthvað pirrað mig við þennan pedal er að þegar maður slekkur á honum þá er stundum ekkert hljóð í nokkur sekúndubrot.

Síðan er þessi pedall rándýr þannig að hann er ekki alveg fyrir alla. Hann kostaði 30.000 kr. fyrir einu ári síðan.

En í grófum dráttum er þetta:

Notkun: Mjög auðveld - 10/10
Hljómur: 10/10
Áreiðanleiki: Byggður eins og skriðdreki á sterum - 10/10

Ég kveð núna og vona að þetta hafi frætt einhvern.
“Casual Prince?”