Sökum tiltektar ætla ég að bjóða effektatöskuna mína og Wah Wah til sölu.


Þetta er Road Ready RRGP32 taska (risastór, 32").

Eins og sést á þessari MYND er hægt að koma öllum fjandanum fyrir á þessa tösku, því ekki vantar á hana plássið.

Hún er byggð þannig að hægt er að koma öllum snúrum fyrir þannig að þær flækjast ekki fyrir. Heldur liggja undir færanlegum bitum sem hægt er að festa og færa að vild. Þeir eru allir með frönskum rennilás.

MÆLI MEÐ AÐ FARA Í VIRKU TIL AÐ KAUPA FRANSKAN RENNILÁS. LANG BESTA GRIPIÐ Í HONUM.


Frekar upplýsingar um töskuna.

Hún er alveg eins og ný, fyrir utan ryk og smá skít sem ég á eftir að ryksuga í burtu. Ég hef farið mjög vel með hana og því er hún í topp standi. Hún er orðin heldur stór fyrir mig þar sem ég er búinn að minnka heldur mikið í effektadeildinni hjá mér. Ætla að smíða mér aðra um helgina, svo þessi fær að fara.


Hún er föl fyrir 25.000.-.Er einnig með Dunlop Cry Baby Bass Wah.

Mjög góður Wah fyrir bassa (líka hægt að nota fyrir gítar, er bara ekki eins bjartur og venjulegur Cry Baby). Er búinn að eiga hann í ár, virkar alveg 110%, sér ekki á honum.

Kostaði síðast um 15.000.- í Hljóðfærahúsinu.

Þessi er falur fyrir ca. 10.000.- (skoða líka skipti á öðrum pedulum).Bjóðið endilega í töskuna og pedalinn að vild.Ég get skutlað dótinu heim að dyrum ef kaupandi býr á höfuðborgarsvæðinu


Hafið samband hér á Huga eða á danielsmari@gmail.com fyrir frekar upplýsingar o.fl.