Ég er með Hagström rafmagnsgítar frá 1967 sem þarfnast töluverðrar aðhlynningar, það vantar að setja á hann 2 tunera (best væri að skipta um þá alla) Volumetakkann vantar (bara takkann sjálfann, ekki volumepottinn) tremelo armurinn fylgdi ekki með þegar ég fékk hann og það þarf örugglega að rétta hálsinn eitthvað.

http://www.haskinshagstroms.com/John/index.php3?web_site=haskinshagstroms&page=gallery&sub_section=77

Þetta er semsagt svona gítar nema töluvert sjúskaðri.

Ég var eiginlega hálfvegis búinn að lofa vini mínum þessum gítar í skiptum fyrir einhvern effektapedala en ákvað af tómum skepnuskap að athuga hvort hér leyndist einhver sem byði betur.

Ókei, slæmu fréttirnar eru að hann þarf slatta af vinnu til að komast í nothæft ástand, góðu fréttirnar eru að þegar hann er kominn í gott ásigkomulag þá ertu kominn með gítar sem Jack White myndi fá það í brækurnar yfir, grínlaust, þessi gítar hljómar geðveikislega þegar hann virkar, það hafði hvarflað að mér að prófa að rífa úr honum pickuppana og setja þá í annann gítar en mig grunar að pickupparnir séu bara hluti af myndinni, þessi gítar er með búk/skel úr harðplasti, inn í skelinni er viður og bakhliðin er klædd með eldhúskollavínyl, ég geri ráð fyrir að byggingarefnið sé jafn mikið orsökin á því hversu kreisí hann hljómar og pickupparnir.

Bara til að koma alveg hreint út með það, ef þú kaupir þennann gítar þá geturðu alveg gleymt því að fara með hann til Brooks eða Þrastar Víðis í viðgerð, þú verður að gera við hann sjálfur, ástæðan er sú að viðgerðarmenn reikna sér frekar hátt tímakaup og það er fyrirsjáanlegt að það tæki alveg nokkra tíma að koma honum í lag, ég myndi gera við hann sjálfur en ég geri mér grein fyrir því að allt flóknara en að skipta um ljósaperu er mér ofviða.

Jæja, hver leggur í þetta? Ég er opinn fyrir allskonar býttum þó peningar kæmu sér best.


Bætt við 5. mars 2009 - 21:42
Ókei, ég átti alls ekki von á að það hefðu svona margir áhuga á þessum gítar, ég hef ekki haft undan að svara skilaboðum hérna.

Það er búið að bjóða mér bassamagnara, gítarbanjó, ukelele með pickupp, gítarmagnara, hljóðnema, effektapedala og 25.000 kall í peningum fyrir hann og ég er búinn að fá alveg slatta af “Hvað viltu fá fyrir hann?” skilaboðum, ég er að bæta þessum texta við til að þeir sem sendi mér svoleiðis skilaboð átti sig á því hvað það sé erfitt fyrir mig að svara þeirri spurningu.

Upprunalega ætlaði ég að skipta á þessum gítar og phaserpedala, það fannst mér barasta helvíti fínn díll fyrir gítar sem þarf að gera allt mögulegt við, af rælni datt mér í hug að bjóða gítarinn hérna ef ske kynni að einhver myndi mögulega bjóða betur, viðtökurnar sem ég er að fá við þessu eru örugglega sambærilegar við það sem myndi gerast ef Angelina Jolie auglýsti frí blowjob á einkamál.is.

Sorry ef ég hef svarað einhverjum stuttaralega hérna í kvöld, þetta er búið að vera frekar nuts sko!
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.