Sú hugmynd kom upp hér í Hinu Húsinu að vera með markað/sýningu/hitting fyrir fólk sem hefur mikinn áhuga á græjum á borð við gítar effecta og annað slíkt. Pælingin er að gefa áhugamönnum um tónlistargræjur tækifæri á að hittast og bera saman græjurnar sínar, prófa dótið hjá öðrum og jafnvel selja og/eða skiptast á græjudóti.

Hugmyndin er enn í vinnslu, þetta yrði þó líklegast um kvöldið/eftirmiðdaginn 24.mars sem er þriðjudagur.

Er áhugi fyrir svona dæmi? Ég er nú þegar komin með nokkra áhugasama en vantar fleiri!

Endilega hendið inn pælingum um þetta.

kv.

Berglind Sunna starfsmaður Hins Hússins