Semsagt.

Ég var að hjálpa henni ömmu minni að þrífa háaloftið hennar og fann þennan fína Remo sneril og stand sem bara stóð og safnaði ryki. Ég auðvitað spurði hana um þetta og hún sagði að bróður mömmu minnar hafi átt snerilinn og hafði fengið hann fyrir 15-20 árum eða svo.
Ég setti snerilinn bara upp hjá trommusettinu og hef notað hann svolítið síðan og þetta er bara hinn fínasti snerill.

En síðan fór ég að pæla hversu gamall hann væri. Amma veit ekki hvort hann hafi verið keyptur notaður eða nýr svo hann gæti verið eldri en 20 ára.

Allt sem ég veit um hann er að hann er úr áli, 14", serial númerið er 20557 og að hann var framleiddur í Ameríku.

Öll skítköst eru vel þegin. (Að sjálfsögðu er það kaldhæðni)

-Steini