Sæl veriði,

Ég setti einhverntímann auglýsingu hér til að reyna að selja gítarmagnarann, en hann seldist ekki og ég ætla að reyna aftur.

Ég er með 1988 árgerð af Marshall JCM800 haus (nánar er týpan JCM800 MKII 2204 50w) ásamt upprunalegu 1960A 4x12" boxi.

——-Frekari Upplýsingar——–

Ég heiti Ásgeir, er tvítugur og er staðsettur á Ísafirði fyrir vestan. Ég er búinn að spila á gítar síðan stuttu áður en ég eignaðist Marshallinn eða um 7-8 ár. Ég hugsa að ég sé búinn að eiga þennan magnara í svona 6-7 ár.

Ég þekki tvo af fyrri eigendum og eru þeir Stefán Baldursson sem er mjög góður gítarleikari og var fyrir ekki löngu að selja flottan Bogner Shiva magnara hér á Huga. Á eftir honum kom gítarleikarinn Halldór Gunnar Pálsson sem er gítarleikarinn í Fjallabræðrum ásamt mörgu öðru og er mjög virtur gítarleikari.

Allir eigendur hafa farið vel með gripinn en auðvitað sést smá á honum eftir 20 ára tilveru, eins og gengur og gerist. Annars lítur allt vel út.

Upphaflega eru þessir magnarar með EL34 lampa en ég kaus að breyta til og setti KT88 sem gefur mun feitari tón.

——–Hausinn———

Hausinn hefur eftirfarandi takka að framan: Presence, Bass, Middle, Treble, Master og Pre-Amp. Síðan til hliðar eru tvö input þar sem annað er “low sensitivity” og hitt er “high-sensitivity”. Til að þýða þetta einfaldara gætirðu sagt “clean” og “drive” rásir. Þó er hægt að keyra “clean” rásina vel upp með lömpunum til að fá crunchy og feitan tón.

Aftan á eru tvö output fyrir hátalarabox og eitt sem heitir “D.I.” og ég er ekki viss hvort það eigi að standa fyrir Direct In eða hvað, ég bara hef aldrei þurft að nota það.

——–Notkun á hausnum——–

Ég ætla ekki að hjóma eins og leiðbeiningabæklingur hérna en ég ætla að útskýra aðeins hvernig hægt er að nota magnarann:
Það er EKKI til footswitch fyrir þessa týpu þannig að hægt er að nota A/B pedala í stað (sem virkar á nákvæmlega sama hátt.
Það virkar þannig að þú tengir tvær snúrur í sitthvort inputið (low og high) sem fer síðan í A/B pedalann og svo tengirðu gítarinn í pedalann (getur haft aðra effecta þar inn á milli). Þegar þú svo stígur á A/B pedalann ertu í raun að skipta milli rása í magnaranum, en bara með því að skipta á milli snúra.
Svona pedall kostar ekki mikið eða hugsanlega 4000-5000 krónur.

Low rásin er nokkuð clean en hægt er að keyra hana upp til að fá meiri skít í sándið.
High rásin er miklu skarpari og nóg að keyra lampana aðeins upp til að fá mikið distortion.

——-Viðskiptin——–

Þetta selst annaðhvort saman eða í tvennt (þ.e.a.s magnari sér og box sér).

Ég óska eftir tilboði en ég get sagt það hér og nú að ef þú hefur áhuga á að kaupa hausinn og boxið SAMAN er lágmarksboð 100 þúsund krónur. Þessi magnari er of klassískur, góður og flottur til að fara á minna. Ekki láta neinn plata þig og segja að þessir nýju Marshall sem kosta 100-150þús séu betri. Þessi er 100% lampagaur alveg í gegn með klassíska rokksándið sem þú heyrir á öllum 80s og 90s rokkplötum.

Ef þú vilt kaupa hausinn eða boxið sér skaltu hafa samband við mig og koma með tilboð, ég er opinn fyrir öllu en þó helst peningum frekar en skipti.

——–Myndir———
Hér eru nokkrar myndir af honum. Ég tek það fram að magnarinn hefur verið alveg ósnertur síðan myndirnar voru teknar (það er nefnilega dagsetning á þeim:

http://gallery.me.com/geirisk8/100120 Smelltu á linkinn fyrir myndaalbúm.

——–Hafa Samband——–

Nafnið er Ásgeir, mátt kalla mig Geiri.

Gsm: 8472041
e-mail: geirisk8@mac.com