Ég reikna með að bæta við mig einhverju hljóðfæratengdu dóti á árinu, er reyndar kominn með flest sem mig vantar en maður á auðvitað aldrei nóg af græjum sko!

Innkaupalisti árssins hjá mér er einhvernveginn svona.

1. Orange Tiny Terror og box með einum eða tveimur 12 tommu hátölurum eða mögulega Tiny Terror combo.

2. Gamall analog synth, mér er nokkuð sama af hvaða tegund svo lengi sem það er ekki eitthvað digital ógeð.

3. Fender Champion 600 magnari. Hugsaður til að hafa í vinnunni þegar ég er á næturvöktum, mun láta modda hann alveg í tætlur fyrir mig.

4. Roland 30w bassamagnara til að nota með HOG pedalanum mínum, gítarmagnararnir mínir eru ekki að ráða við lægri tíðnirnar sem Hoginn skilar.

Ég mun örugglega grisja eitthvað hljóðfærasafnið mitt á árinu, gæti hugsað mér að verða mér út um Fender Jazz bassa og að losa mig þá við Line6 bassann minn, eins er ég með eitthvað af gítarpedölum sem ég hef mjög lítið að gera við.

Ef að einhver hérna er með eitthvað af því sem ég er með á innkaupalistanum og gæti hugsað sér að skipta á því fyrir eitthvað úr undirskriftinni minni eða að selja það þá sendið mér bara skilaboð.

Og já, hvaða dót eruð þið að hugsa um að fá ykkur á árinu?
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.