Ég er að spá, ég er kominn með smá bakteríu núna. Langar svolítið til að læra á gítar. Hef lært á piano og er mjög fær á það þó ég segi sjálfur frá. En já nú er sú staða komin upp að ég tel að það væri mjög gaman að geta gripið í gítarinn í partýum og náttúrlega kannski stofnað hljómsveit.

Hver er svona ódýr en samt góð leið til þess að læra á gítar. Ef ég veit mikið um piano og svoleiðis gæti ég þá alveg lært á gítar með einhverjum DVD kennsludiskum og svoleiðis?
Eða er betra að fara fyrst í einhverja kennslu…

Og eitt í viðbót, hvað tekur það mig langan tíma að verða góður á gítar, auðvitað skapar æfingin meistarann en í dag kann ég ekki eitt einasta grip og kann í raun ekkert á gítar. Ef ég byrja núna, eftir hversu langan tíma get ég orðið góður?

Er heitur fyrir rafmagnsgítar, ætti ég að kaupa mér svoleiðis bara núna strax eða er betra að byrja á kassagítar?

Ég og félagi minn ætlum nefninlega að stofna hljómsveit og þar sem við erum báðir pianoleikarar þá var ég að hugsa um að læra bara á gítar því það verða nú varla tveir pianoleikara í sömu hljómsveit.

Óska eftir góðum upplýsingum og vona að einhver geti svarað mér…
Cinemeccanica