Ég las greinina sem er til hérna um hvernig á að stilla hálsinn, actionið og stilla hann innbyrgðis. Búinn að stilla hálsinn og actionið, nú er innbyrðið bara eftir. Bara smá spurningar:
Í greininni segir að ef hann er réttur uppi en falskur uppi á hálsinum þurfi að stilla hann. Minni er falskur niðri og nokkuð réttur uppi, virkar það ekki alveg eins?
Og síðan er ég með Floyd Rose Orginal, þarf ég ekki að losa skrúfuna sem er akkúrat undir strengnum til að hreyfa söðulinn? virðist bara ótrúlegt vesen að stilla gítarinn alveg, og þurfa síðan að losa strenginn vel til að geta komið sexkantinum fyrir og líka svo söðullinn skjótist ekki fram þegar hann er losaður :S
Ég er bara að fullvissa mig á hlutunum og nöldra bara í einhvern.