Sælt verið fólkið. Ég er aðeins að taka til í græjusafninu og hef eftir miklar og erfiðar vangaveltur ákveðið að selja Fender Jazz bassann minn. Þessi bassi er frábær og mér þykir mjög sárt að selja hann, en ég þarf að fjármagna frekari græjukaup.

Bassinn er keyptur í ársbyrjun 2006 og hefur verið lítið sem ekkert notaður síðan haustið 2007. Þessi bassi var notaður á plötunum Views of Distant Towns með Gavin Portland og Það kólnar í kvöld með Rökkurró.

Bassinn er svartur með hvítan háls, algjör looker, og það er þægilegt að spila á hann. Hljómurinn er hlýr og mikill.

Eftirfarandi linkur sýnir mynd af nákvæmlega eins bassa.

http://www.dolphinmusic.co.uk/shop_image/product/96c76c01363d050c72cc99715bb179c3.jpg

Sendið mér endilega skilaboð eða tölvupóst á theportlander hjá gmail fyrir frekari upplýsingar um verð og annað.