Stutt Gagnrýni um Randall combo-ið RG 200.

Mynd: http://www.randallamplifiers.com/products/amplifiers/g2/images/zoom_rg200g3plus.jpg
Mynd af mínu eintaki: http://images.hugi.is/hljodfaeri/131137.jpg

Sound:

Ég keypti mér þennan magnara fyrir núna einu ári í Tónabúðinni á 60 þús sirka. Núna kostar þessi magnari hinsvegar 125 þúsund beint frá music123 með virðisaukaskatti. Ég keypti hann aðalega af því að ég var orðin hundleiður á Line 6 spiderinum mínum sem ég hafði átt í 2 ár þá. Ég fór í hljóðfærabúðirnar til að tékka á mögnurum, testaði allskonar stöff, en þegar það koma að þessum koma fátt annað til greina. Ég veit ekki hversu lengi ég spilaði og spilaði í gegnum hann og var að elska hann, sérstaklega clean hljóminn reyndar, að mínu mati er distortionið ekki nógu blautt. Það er náttúrulega eðlilegt að elska svona gott clean þegar maður er búinn að vera spila á line 6 í tvö ár. En ég kaypti hann semsagt og notaði hann með effectunum mínum sem voru þá Metal zone frá Boss og Black 13 og Death metal frá Digitech. Distortionið er aðeins of chinky og þykkt, ekki nógu skært og blautt svo að Ég notaði eiginlega aldrei distortionið á honum. Sem er mínus, því ég hefði endilega viljað geta notað all amp setting. En ég notaði þá effectana mína all the time þegar ég spilaði í Distortioni. Cleanið á þessum magnara er allveg uppá 9.5 Mjög fallegt með góðum pickuppum og virkar vel þó maður hækki duglega í. Reverbið er líka mjög fallegt. Distortioni er hinsvegar 6-7, en þar sem hann vinnur mjög vel með effectum er hægt að ná vikrilega góðu Metal disti fær hann 8 þar. Þannig að sound einkunninn er 8.7

Features:

240 Wött
2 x 12” Celestion Seventy 80s
2 rásir með þremur möguleikum
Voice og contour
Clean boost
3 banda EQ
12AT7 tube driven Mosfet power circuit
Spring reverb
Efecta lúppa með volume
Rásirnar eru Clean og Gain
Tveir gain möguleikar, Classic High Gain og Modern High Gain
Og með fylgdi footswitch til að svissa á milli rása, on/off á reverbið og clean boost-ið.
Allt sem maður þarf er í honum, þó að það mætti vera headphone jack td. Features einkun er9.5

Áræðanleiki: ég hef aldrei heyrt neitt leiðinlegt í honum, engin leiðinda hljóð
eða stuff, hann suðar ekki einu sinni með miklum high gain effectum. Á þessu eina ári sem ég hef átt hann hef ég notað hann á nokkrum tónleikum og hann hefur aldrei brugðist. Eina bögg sem e´g hef átt í var að hann var of kraftmikill fyrir hljóðkerfið í gamla skólanum mínum svo ég þurfti að spila hann beint útí sal, sem var fínasta mál. Áræðanleiki er 100 % (allavega hingað til) 10

Customer support frá Randall: aldrei þurft að hafa samband við þá. magnarinn er í toppstandi.

Ástæðan fyrir því að ég á þennan magnara og stóra stæðu útgáfu af honum er að mig langar að hafa hann ef ég byrja í hljómsveit, þá get e´g haft stæðuna í æfingarhúsnæðinu og combo-ið heima ;)

Takk fyrir mig og ég vona að þessi gagnrýni fá fleiri álit en MXR-Eq gagnrýnin mín…
Nýju undirskriftirnar sökka.