Ég á hérna Remote 49 LE midi hljómborð sem er lítið sem ekkert notað. Ég hef ekki þörf fyrir þennan kostagrip lengur og ætla mér að selja hann.

Fer á minnst 13 þúsund kall, er 49 lykla. Allt á að fylgja með, diskur með forritum, bæklingar, snúrur ofl.


Hér koma frekari upplýsingar teknar af tonastodin.is:

—–

ReMOTE LE
Auðveld og meðfærileg midi-borð. Engir driverar eða uppsetning, bara stinga í samband og byrja. 2x16 stafa LCD-skjár, 18 snúningstakkar og hnappar, transport takkar fyrir sequencer, X/Y snertiskjár fyrir allt að 4 stillingar í einu, 16 Template fyrir forrit, 12 preset ásamt ógrynni annar á heimasíðu Novation, semi-vigtað lyklaborð með ásláttarskynjun, Template Editor forrit sem auðveldar uppsetningu á borði fyrir hvaða forrit sem er.
Fáanlegt í 2, 4 og 5 áttunda stærðum. USB snúra fylgir.

Kemur með X-ite hugbúnaðar pakka sem inniheldur eftirfarandi forrit: Ableton Live Lite – Sniðugt og auðvelt upptöku- og tónvinnsluforrit.
Novation Bass Station Full Edition – Stór útgáfa af þessum klassíska hljóðgervli frá Novation.
GURU demo version – Forrit sem setur saman trommulúppur, tilvalið fyrir Ableton.
BFD Ultralite – “Big Fat Drums” sniðugur trommuheili með aragrúa af hágæða trommusettum og hljóðum.

—–