Málin eru þannig að gítarinn minn er búinn að vera með eitthvað bögg nýlega. Ég stilli hann alveg rétt, en þegar ég spila t.d. opinn A streng og G streng á öðru bandi (svona áttundardæmi) þá er hann falskur(líka allstaðar annarsstaðar en það virðist mesta vera milli A og G strengsins, eða aðallega G…) Líka það að ég gat gert pitch harmonic á Gstreng öðru bandi og það kom D nótan á 22. bandi Estreng, en nú kemur Db nótan á 21. bandi (sama harmonic) :S
Ég er margoft búinn að stilla hann alveg rétt en samt verður hann falskur þegar ég fer að gera eitthvað á hann.
Mér datt í hug að hálsinn væri skakkur, gæti þetta gerst ef svo væri?
Síðan er líka floyd rose á honum, og það er vanalega alveg í línu við bodyíð á gítarnum en núna er það svona 3 millimetra ofar en það er vanalega. Er það nógu mikið til að gítarinn verði svona falskur eins og ég talaði um?

Endilega svarið ef þið vitið einhver skil á þessu…