Er með bassamagnarann minn til sölu. Þetta er Phil Jones M-500 magnari sem er í mjög góðu standi. Magnarinn er mjög hreinn, þeas að hann litar hljóðið ekki neitt. Það sem kemur inn er það sem kemur út.

Það eru þrír inngangar á honum, eitt fyrir active bassa, annað fyrir passívann og svo er eitt line in input fyrir t.d. geislaspilara eða ipod sem getur komið sér vel til að spila með lagi/trommum etc. Einnig er compressor (limiter) á honum sem kemur sér mjög vel til að minnka toppana. EQ hlutinn er tvöfaldur, þeas það er bæði parametric eq og grafískt.
Parametric eq-ið er þriggja banda og hægt að er “sweepa” milli tíðna og er bilið á milli -15db og +15db. Sweepið á lágu tíðnunum er frá 30Hz-200Hz, miðjan 300Hz-2kHz og toppurinn 3kHz-15kHz. Grafíska eq-ið er 12 banda er spannar frá -18db til +18db sem verður að teljast afskaplega mikið.

Magnarinn er gríðarlega öflugur, og á 4ohm er hann 500W. Hann höndlar líka 2 ohm og gefur þá 700W kraft. Þetta headroom ætti að duga fyrir flesta. Hann er mjög hljóðlátur í þeim skilningi að það suð er nánast ekki greinanlegt, enda er hann vel skermaður.

Einnig er heyrnatóls útgangur á honum, og effekta lúppa. Það er líka inngangur fyrir volume pedal, en ég hef þó aldrei notað það. Útgangur úr magnaranum eru tvö speakon tengi sem eru öruggara og betri en hefðbundin jack tengi.

Það er líka balanserað XLR line out og hægt að “lifta” því (e. ground lift) ef það er suð. Einnig er stilling fyrir pre/post eq úr því. Einnig eru tveir jack pre amp útgangar. Hægt er að velja á milli 110-240 volta rafmagn.

Hægt er að fá meiri upplýsingar á heimasíðu PJB. http://www.philjonesbass.com/products-amplifiers-m500.htm

Svo er spurning hvort að einhver áhugi sé, en hægt er að hafa samband í gegnum póst hee1@hi.is eða í síma 864 1954.

Óska eftir tilboðum og er einnig opin fyrir skiptum.

-Helgi