Er með tvo kassagítara annars vegar Washburn D10 og svo Seagull. Helsti munurinn á þeim er að actionið á Washburn D10 er mun lærra heldur en á Seagull og einnig er hálsinn mun mjórri og nota ég hann helst til að strumma á hann. Þegar ég er að fingerpicka á hann er það oft svo að fingurnir deyfa aðra strengi.

Seagullinn er með breiðari háls og betra að fingerpicka á hann en actionið er mun hærra á honum heldur en Washburn D10 og gerir mér erfitt fyrir að spila á hann.

Ég fór með hann til Gunnars til að lækka actionið á honum og kom þá í ljós að skrúfan í hálsinum hana vantaði til að breyta hallanum á hálsinum. 'a einhver svona skrúfu eða veit einhver hvar ég get nálgast hana. Gunnar átti hana ekki.

Svo er það 50 centa spurningin. Er það yfirleitt þannig að gítarar sem atvinnumenn fingerpicka á eru þeir með mjög lítið action og þá öfugt þegar þeir vilja strumma eða er þetta smekksatriði. Er að spyrja því að því að mér finnst gaman að fingerpicka en það er heldur erfitt þegar ég er með actionið frekar hátt á þeim gítar sem ég vill nota, sem er seagullinn minn.

Í von um málefnaleg svör og svo bara til að lífga uppá spjall og þekkingu á þessum korki.
Gítarar:Fender telecaster Baja, Seagull Mahogny CW Duet,Yamaha LL6, Fender stratocaster delux, Ítalska víólu frá 1949