Hef til sölu Vox gítar, þetta er Vox Custom 25.

Þessi gítar er frá 1984 (fékk þær upplýsingar frá StrungOut Guitar í Glasgow þegar ég keypti gítarinn þaðan).
Í honum eru tveir Di Marzio X2-N pickuppar sem eru svakalega heitir, það er hægt að splita pickuppunum eftirfarandi:
Takkinn upp: parallel coil (splitar pickuppnum úr humbucker í coil).
Takkinn í miðju: tekur út coil-inn sem er nær brúnni í hvorum pickupp fyrir sig. (Signle coil aftur)
Takkinn niður: venjulegur humbucker.

Þessi gítar er svolítið þungur, hann er neck-through, 24 fret á hálsinum, brass nut og hann er smíðaður í japan. Með gítarnum fylgir orginal sveifin sem er reyndar með beyglaðann skrúfgang (samt hægt að nota hana) og orginal taskan sem er massív.

Á hálsinum á gítarnum var smá sprunga (mjög grunn, hefur ekkert áhrif á soundið eða hljóðfærið sem slíkt, nema það sést en hún er aftan á hálsinum. Lærður gítarsmiður í Glasgow lagaði sprunguna) og gítarinn var yfirfarinn síðast fyrir um 1 og hálfu ári síðan. Einnig er einn “púði” í töskunni laus en það má festa hann mjög léttilega.

Myndir:
Mynd af hálsinum (sprunga)
Púðinn í töskunni sem er laus
Gítarinn í heild í töskunni

Ég óska eftir tilboði í gripinn. Satt best að segja langar mig ekkert að selja hann en það er dýrt að vera í námi í dag. Ef ég eignast pening áður en hann selst þá sel ég gítarinn ekki.

Skipti koma ekki til greina.



Bætt við 13. nóvember 2008 - 18:48
Gleymdi að taka fram að gítarinn getur farið úr því að vera með mjög bjart “single coil”-style hljóð yfir í massíft “lead humbucker” sound. Alger snilld fyrir einstaklinga sem eru í coverböndum sem eru að taka mjög breiða tónlist eða fyrir einstaklinga sem vilja möguleika á mikilli fjölbreytni með einum gítar.

Grípið tækifærið áður en mér snýst hugur.