Ég var búinn að lesa alveg rosalega jákvæða gagnrýni á þessa pedala á Harmony Central (oftast 10 fyrir allt) og var búinn að vera á leiðinni að kaupa svona pedala frá Spilverk.is í töluverðann tíma, svo fóru þeir á 50% afslátt og þá dreif ég mig í að fá mér svona og sé ekkert eftir því.

Þessi overdrive pedali er í grunninn klón af Ibanez Tubescreamer, hann er með sama panasonic hljóðkubbnum og Tubescreamerinn og að auki rofa sem velur milli Tubescreamer hljómsisns og tveggja annara hljóðmöguleika, annarsvegar bjartari tóns og hinsvegar hlýrri tóns.

Í stuttu máli sagt þá er þessari pedali alveg gjörsamlega málið, ég hef átt alveg slatta af overdrive pedölum td T-Rex Alberta, Vox Brit Boost, MXR Distortion+ og gamlann DOD overdrive/distortion (sem var frábær) og þessi gerir allt sem þeir gerðu og fleira til og gerir það betur.

Ég er búinn að vera að nota þennann pedala með Les Paulnum mínum beint í tiltölulega hreinann Gibson Minuteman magnara sem hljómar eins og ofboðslega góður gamall Fendermagnari og þessi pedali hljómar einhvernveginn eins og viðbótar gainstig á magnarann frekar en einhver vondur pedali sem litar sándið þannig að það hljómi eins og gítarinn sé kvefaður.

Þessi pedali fengi hreina tíu fyrir allt að mínu mati nema að mér finnst þessi rofi á honum sem er til að skipta milli hljóðmöguleika frekar veikbyggður og ekki mjög traustvekjandi, hitt er svo annað mál að mér finnst líklegt að flestir finni bara það sánd sem þeir eru að leita að og láti svo rofann vera í þeirri stillingu.

Það er annars true bypass á þessum pedala og hýsingin er alveg nógu sterkbyggð til að þola flest sýnist mér en mestu skiptir að hann hljómar frábærlega, tvímælalaust bestu kaup sem ég man eftir að hafa gert í pedala punktur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.