Ég er dálítið nýr á þessu áhugamáli þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að láta þetta .

Er bara að byrja við að gæla við það að spila á gítar, þannig að ég kann ekki alveg öll þessi guitar orð, já ég er guitar Noob.

Allavega ég var að ná í Rafmagnsgítarinn hans pabba upp á loft. Og ég var svona að skoða þetta. Og við vorum að reyna að fá hljóð á tækið sem býr til effectana og allt það, en ekkert virkaði, fengum straum á tækið og það virkaði svosem nema það kom ekkert hljóð.

Btw, þetta fór ofan í kassan og þá virkaði þetta, en þetta er búið að liggja í svona 8.ár ósnert.

Þannig að ég var að spá eru miklar líkur á því að guitar snúran sé ónýt, prufuðum tvær og fengum þær ekki til þess að virka?. Og vitiði hvað veldur því að þær hætta að virka, ef þær fóru ofan í kassan í fínu lagi og hafa ekki verið hreyfðar fyrr en nú.Endilega ef þið vitið hvað gæti verið að, að hjálpa mér í þessu. Nenni ekki að fara að kaupa snúru ef það er síðan bara allt í lagi með þær.Með fyrirfram þökk.
Stupid ;)
-