Mér finnst ég hafa gríðarlega þörf til að tjá einni skoðun sem ég hef á auglýsinga-korkum sem sendir eru inn hér á huga.

Ég hef verið að fylgjast með auglýsingakorkunum undanfarna 2 mánuði og alltaf kíkt við að lágmarki 1 sinni á dag.

Á þessum tveimur mánuðum hef ég 2svar sinnum lent í því að svara auglýsingu með því að senda e-mail og ekki fengið svar fyrr en 2-3 dögum seinna og þá með því svari að varan væri seld og viðkomandi hefði ekki séð póstinn minn fyrr en núna (2-3 dögum seinna semsagt).

Þessvegna vill ég beina því til þeirra sem lesa ekki e-mailinn sinn í hvert skipti sem þeir setjast við tölvu, að vera ekkert að bjóða upp á þá samskiptaleið. Síðan finnst mér líka sjálfsagt að fólk gefi upp símanúmer því þannig er jú lang auðveldast að vera í beinum samskiptum hvort sem það er með sms-i eða símtölum.