Jæja, ég er ennþá að grisja hljóðfærasafnið mitt þótt mér sé frekar illa við það, verðin sem ég set á hlutina eru það sem ég vil fá fyrir þá, mér finnst ég verðleggja þetta stöff á mjög sanngjarnann hátt, ég hefði svosem getað farið fram á meira og leyft fólki svo að prútta hlutina niður í það sem ég vil fá fyrir þá en mér finnst svoleiðis bara hallærislegt.

Tradition Jerry Reed Telecaster 15.000
Drullugóður gítar sem ég keypti af einhverjum hérna á Huga fyrir slatta síðan, eyddi svo fullt af peningum í að láta Brooks fínstilla hann og núna er hann alveg frábær, liturinn er tobacco sunburst og hann er með single coil í brúnni og humbucker við hálsinn, mun betri gítar en amerískur Fender Telecaster sem ég keypti um svipað leyti.
http://traditionguitars.com/guitars/jr/jrs_stand.html

MXR Blue Box 5000
Octave Fuzz sem hljómar eins og biluð nintendótalva ef maður lækkar fuzzið, snarvitlaus pedali!
http://www.jimdunlop.com/index.php?page=products/pip&id=245&pmh=products/p_and_e_detail

Korg AX1500g multieffect 10.000
Mér finnst þetta vera fín græja en ég hef bara sáralítið við hana að gera, magnarahermir plús glás af effektum (virkilega fínir modulation og delayeffektar í þessu kvikindi) er með volume/wahpedala innbyggðum og kostar minna en volumepedali einn sér, kjarakaup segi ég og meina það!
http://www.korg.com/gear/info.asp?a_prod_no=AX1500G&category_id=6

Yamaha QY10 trommuheili ofl 5000 ókei, þessi græja er á stærð við vhs spólu, þetta er forritanlegur trommuheili sem hægt er að setja hljóma og bassalínur inn á (er með innbyggð hljóð og lítið nótnaborð) það er td hægt að miditengja þetta við annað midistöff td hljómborð og nota þessa græju til að spila arpeggíur og sjitt á þá græju.
Ég er fyrir löngu búinn að týna leiðarvísinum að þessari græju en ég er alveg viss um að það er hægt að downloada honum af netinu, bara gúgla QY10 manual eða álíka.
http://en.wikipedia.org/wiki/Yamaha_QY10

Mig vantar peninga til að geta klárað að innrétta heimastúdíóið mitt þannig að skipti á græjum eru tæplega inni í myndinni en það má þó alveg skjóta á mig einhverjum slíkum tilboðum upp á von og óvon.

Ég er líka að farta að selja alveg heilann djöfuls helling af dvd myndum, aðallega japönskum og kínverskum myndum (með texta) og eins eitthvað af frekar sjaldgæfum myndasögublöðum (Judge Dredd, Deathlok ofl) ég mun henda inn auglýsingum á myndasögur og kvikmyndir áhugamálið þegar ég er búinn að taka saman hvað ég ætla að selja af þessu, tékkitout.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.