Sælir,
fyrst ætla ég að bjóða til sölu eða skiptis Ibanez CP9 Compressor Limiter. Þetta er svaðalegur stompbox compressor sem lengi vel sat í gítarkeðju David Gilmour og tel ég það alls ekki slæm meðmæli. Pedallinn virkar fullkomnlega en er kominn með nokkur rokkör á skrokkinn enda búið að vera að spila í gegnum kvikyndið síðan nítjánhundruðáttatíu og eitthvað.
Ummfjöllun:
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Effects/product/Ibanez/CP9+Compressor/10/1

Verð: 10.000kr eða einhver sniðug skipti

Síðan er ég hinsvegar með Tama Royalstar trommusett sem er smá púsluspil. Það er töluvert gamalt og sést aðeins á því en engar skemmdir eru þó á settinu (fyrir utan hellaða floor tominn). 3pc settið (bassatromma og 2 tom) eru Tama Royalstar, snerillinn er næstum nýr Sonor Maple snerill en floor tominn er ómerkileg thunder framleiðsla.
Með settinu fylgir Yamaha kicker og ludwig hi-hat statíf og ludwig symbala standur sem er ekki mjög merkilegur en virkar fínt. Einnig fylgja með einhverjir diskar en þeir eru allir orðnir hálfþreyttir greyin, sprungnir og brotnir að einhverju leyti en gefa þó frá sér helling af hávaða. :p
Ástæðan fyrir því að ég er að losa mig við settið er sú að hljómsveitin sem ég trommaði með er hætt og ég hef því ekki lengur ástæðu til að halda í settið. Sjálfur hef ég verið með það hér heima hjá mér síðan bandið hætti en það er alveg vonlaus aðstaða og ég get gleymt því að reyna að taka smá swing hérna í stofunni.

Settinu myndi ég helst vilja skipta út fyrir einhverjar gítartengdar græjur, rafmagns gítar eða bassa gítar. Er í raun opinn fyrir öllu þannig endilega skjótið á mig tilboði.

Er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu.