Mig langar í nýjann gítar, frúin segir að ég verði að fjármagna hann með sölu á einhverju af dótinu mínu, mig langar ekkert til þess en svona er lífið bara!

Mxr Blue Box. octave fuzz djöfull, fer frá því að gera það sem maður á von á yfir í að hljóma eins og biluð nintendótalva ef maður lækkar í fuzzinu, sick helvíti! 5000 kall.

Korg AX1500G. multieffect fyrir gítar, eiginlega bara alveg brilljant tæki með volumepedala og alles, good shit! 10.000 kall.

Bætt við 24. september 2008 - 00:19
argh! ýtti óvart á enter! var ekki búinn sko!

Yamaha QY10 sequencer, trommuheili og hægt að forrita inn hljóma og bassalínur, á stærð við Vhs spólu og fín græja til að semja lög eða pattern til að æfa sig á hljóðfæri yfir. 5000 kall.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.