Hvað er besta hljóðfæri sem þú hefur átt? Ég hef lítið stundað þetta áhugamál undanfarin 6-7 ár.

Ég komst svo yfir draumahljóðfærið á miðvikudaginn og nú er hljóðfæradellan vöknuð á ný.

Ég hef átt fjöldan allan af hljómborðum, orgelum og rafmagnspíanóum en aldrei átt aðra eins græju og nú. Klárlega besta hljóðfæri sem ég komist í tæri við.

Græjan er semsagt fáránlega vel með farið Hammond B-200 orgel ásamt Roland Revo rotary speaker (Leslie sim). Hljóðið í þessu er guðdómlegt og er Revoinn að gera góða hluti (töluvert betri en ég bjóst við). Það er alveg sama hvort maður vill öskrandi 70's sánd eða jazz skotið Jimmy Smith sánd með Leslie off, þetta hljómar allt jafn vel.

Ég hef átt Korg CX3 og prófað Roland VK-8, Nord Electro, Hammond XB-2, þetta toppar það allt. Að sjálfsögðu ekkert B3 en töluvert þægilegra þar sem það er búið að strípa mitt orgel þ.e. fjarlægja fótbassann og lappirnar til þess að gera það rótvænna.