Yo

Er farinn að heyra skrítin hljóð frá magnaranum þegar ég kveiki á distortion pedalnum (sem er Vox Bulldog, tengdur: Gítar>Bulldog>Input á magnara….)
Þetta er eins og hann sé ekki að höndla hávaðan, ég þarf að lækka normal channelið alveg niður til að þetta fari.
Þetta hljóð lýsir sér þannig að þetta er eins og “high-pitched” öskur/ískur sem kemur með growlinu úr pedalnum, samt hljomar hann eins og draumur þegar hann er bara clean :/

Spurning hvort þyrfti bara að skipta um power lampa, þar sem þeir eiga að vera orðnir dáltið gamlir.

Þarf víst fjóra lampa, og ráðlagt, eins og venjulega, eru þessir EL84 lampar. Spurning hvort að það væri hægt að breyta til? Hafið þið eitthvað tilraunað með þetta, og ætti ég að prufa að mixa þetta aðeins?
Gear: ESP Eclipse I, Níðhöggur, Peavey Classic 50/212, Gretch Blackhawk EX, Roland HD-1. Logic Pro & Macbook Pro