Sæl veriði.
Ég var að spá hvort einhver hér nennti að gefa sér tíma og gefa mér ráð í sambandi við val á boxi, þar sem ég er ekki neitt rosalega fróður í sambandi við þetta!

Ég á nú þegar Randall RS412XC 4x12” straight320w box, það sem ég var að pæla í var það hvort ég gæti sett:Randall Celestion RA412XC 4x12 angled 320W box ofaná það og tengt saman?

Þessi spurning er kanski auðsvarað, ég veit það ekki, en mig langar að vita hvort hægt sé að tengja þessi box saman, og svo auðvitað í hausinn minn!
______________________________________________________________

Annað, ég þarf að láta skipta um 2 keilur í RS412XC boxinu mínu, vitiði nokkuð hvað það kostar, eða getiði sirkað út tölu fyrir mig, þá með pöntun á keilunum, keilurnar sjálfar, og ísettningu?
_________________________________________________________________
3 lagi, ótrúelga heimskuleg spurning, en ég ætla samt að spyrja því að ég vil fá svör =)

Hvernig tengir maður 2 box saman og í haus?
Eru 2 tengi á efra boxi, semsagt þannig að þú tengir neðra boxið í það efra með 2 snúrum auðvitað, og svo aðrar 2 snúru í efra boxi og í hausinn?

Kanski óskiljanlegt en fokk it =)

Takk fyrir mig!

Bætt við 14. september 2008 - 12:22
Hvernig tengir maður 2 box saman og í haus?
Eru 2 tengi á efra boxi, semsagt þannig að þú tengir neðra boxið í það efra með 2 snúrum auðvitað, og svo aðrar 2 snúru úr* efra boxi og í hausinn?
I