Ég hef aðeins verið að prófa að spila nokkur lög, kann flest / öll þessi einföldu grip og hef aðeins verið að vinna í þvergripunum og tabs.

Hinsvegar þegar ég er að spila einföld lög hljóma þau hræðilega vegna þess að ég “kann” ekkert að slá “rétt” á strengina. Einhver sem gæti komið með nokkur tips um hvernig væri hægt að strumma gegnum svona klassísk íslensk lög og jafnvel tips um hvernig maður notar fingurnar af einhverju viti ;)