Sælir hljóðfæra áhugamenn. Ég er á leiðinni að fá mér rafmagnsgítar sem er mynd af hér í link að neðan. Og ég er að velta fyrir mér hvar ég get fengið eitthvað efni til að æfa mig á. Tab (plokk og fingurplokk og þannig). Er með síðuna fretplay.com sem lítur nokkuð vel út, en málið er bara að ég er búinn að reyna smá plokk á þjóðlagagítarnum mínum og er alveg svakalega lélegur í því (er að prufa þetta svona í fyrsta sinn :P )

Þess vegna spyr ég, getið þið bent mér á eitthvað gott kennslu efnu svo ég geti æft mig í þessu? Og hvernig er best að byrja.

Og já, ef einhver hefur einhver comment á þennan gítar er það alveg vel þegið. Bara fátækur námsmaður hérna sem stekk oftast í ódýrustu tilboðin.


http://medias.milongamusic.com/Photos/Zoom/417586Z.jpg
20 þús pakki í gítarinn. www.gitarinn.is

Bætt við 17. september 2008 - 09:25
Er orðinn núna nokkuð ákveðinn í að fá mér ESP LTD M-10 í tónastöðinni á 30 þús. Með magnara (sem gæjinn í búðinni sagði að væri “slæmi” hluturinn í þessum pakka) og öllu meðfylgjandi.

Hér er mynd af því í tónastöðinni
http://www.tonastodin.is/r_gitarar_esp.htm

En hins vegar lítur gítarinn ekki svona út nákvæmlega. Heldur er hann meira svona.
http://img83.exs.cx/img83/1716/Picture742.jpg
Þessi stöng þarna (sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir, sem beygjir tónana) er ekki á gítarnum. Ég veit ekki hvort ég er að missa af einhverju æðislegu eða ekki.

Vonandi er fólkið hér sáttari við þessi kaup hjá mér heldur en á Stagginum.

Ætla bara að þakka fyrir mig og ábendingar sem fólk hefur komið með. Ég fór að skoða Fender Squire pakkann en hann kostaði einmitt 37 þús. Sem er of mikið fyrir mig í augnablikinu. Þessi ESP pakki lítur vel út og gæjinn sem sýndi mér hann virtist líka vera mjög almennilegur gæji. Þannig að ég býst við að ég sé á leiðinni að fá mér fínan gítar.
Fullur Íslendingur og aðrur Íslendingur