Já góðann daginn.
Vildi hérna fá smá hjálp frá þeim sem eru betur að sér í magnara og effektamálum heldur en ég.
Soundið sem ég er að leitast eftir er þetta mjúka metal sound, notað í melódíur og sólóin að mestu leyti. Þá er ég að tala um soundið sem hann Micheal Romeo notar meðal annars í þessu vídjói:
http://www.youtube.com/watch?v=PG2804ggsI0

Hann Dave Murray úr Iron Maiden er mikið fyrir þetta sound live líka. Nú er málið það að mig vantar uppástungur frá ykkur, hugurum góðum, um það hvernig hægt er að fá góða nálgun á þetta sound. Græjur mínar um þessa stund eru Epiphone Explorer 88 korina (original pickuppar), Vox Valvetronix magnari, Pod xt live floorboard og Boss Metal Core effekt.
Gott væri að fá uppástungur um hverskonar effekta,gítari, pickuppa,og/eða magnara ég ætti að stefna að. Að sjálfsögðu er ekkert af þessu bindandi og ég er ekki að segjast ætla fara hala inn eitthverjum græjum fyrir mörg hundruð þúsundir.

Með þökkum og von um að fólk sé að skilja hvað ég er að skrifa.