Ég er með Boss CH-1 Super Chorus pedal til sölu. Þetta er mjög vinsæll pedall, enda hefur hann verið í stöðugri framleiðslu í bráðum 20 ár. Pedallinn er mjög basic í útliti, með takka fyrir level, eq, rate og depth ásamt möguleikanum á stereo tengingu. Hægt er að nota tvo magnara í einu með honum, og stýra hversu mikið chorus kemur í hvorum magnara fyrir sig. Hann hefur breytt svið af chorus hljóðum og hentar vel í flestar gerðir tónlistar. Flest hljóðin úr honum eru mjög hefðbundin en með smá takkasnúningum er hægt að fá mjög “subtle” hljóð úr honum, og ef tengd er aukasnúra í output b fæst vibrato sánd.

Ég keypti hann nýjan fyrir nokkrum árum og hef aðeins notað hann heima við, aldrei á tónleikum. Það er ein örlítil rispa á honum sem sést aðeins við grandskoðun og hefur engin áhrif á notagildið.

Hann kostar 9.800 kr. í Rín, en ég sel hann á 7.500 kall.

Ég er einnig með Shure SM 57 mic sem ég ætla einnig að láta frá mér. Þetta er einn vinsælasti mic í heiminum og er til í öllum stúdíóum í heiminum. Hann er hentar vel við upptökur á flestum tegundum hljóðfæra, t.d. á gítarmagnara, trommusett og blásturshljóðfæri ýmiskonar. Hann er einnig mikið notaður á tónleikum þar sem hann nær að draga fram meginhljóð þess sem þú setur fyrir framan hann og útiloka bakgrunnshljóð.

Ég keypti hann notaðann fyrir nokkru síðan en vegna skorts míns á upptökugræjum hefur hann ekki fengið mikla notkun hjá mér. Þessir mækar eru heimsfrægir fyrir að endast mjög vel og lengi, og þessi virkar fullkomlega.

Hann kostar 13.000 kr. í Tónabúðinni en ég sel hann á 8.000

Hafið samband í síma 8456500.

Bætt við 9. september 2008 - 16:20
ATH: Micinn er seldur.